Previous Page  8 / 32 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 8 / 32 Next Page
Page Background

SKILNINGUR.

VELGENGNI.

VARÐVEISLA.

æ

Fyrsta janúar ár hvert byrjar fólk um allan heim

nýtt ár fullt af eldmóði yfir þeim ásetningi sínum

að ráðast í breytingar. Ef við hraðspólum hins vegar tvo

mánuði fram í tímann hafa mörg okkar dottið í sama

gamla farið og misst sjónar á því sem við vorum að reyna

að áorka.

Einsetjum okkur að þetta ár verði öðruvísi. Rannsóknir

sýna að fólk er líklegra til að halda sig við áform sín með

stuðningi annarra*, svo þú skalt flykkja vinum þínum í

kringum þig – styðjið hvert annað til að halda ykkur við

efnið þegar þið verðið völt á svellinu. Veldu hreyfingu sem

þú hefur gaman af og hafðu líkamsræktina skemmtilega.

Farðu á matreiðslunámskeið og virkjaðu sköpunargleðina

til að búa til heilnæmar uppskriftir. Verðlaunaðu þig fyrir

góðan árangur. Settu þér raunhæft markmið og gerðu

áætlun um hvernig þú getur náð því á heilnæman hátt.

Mundu síðan að meðlimurinn í Herbalife Nutrition sem

sinnir þér er boðinn og búinn að hjálpa þér. Hann hefur

staðið í þínum sporum og náð árangri. Biddu um góð ráð

og útskýrðu í hvaða sporum þú vilt standa á sama tíma að

ári. Meðlimurinn þinn mun hjálpa þér að taka upp sérsniðið

mataræði og lífsstíl miðað við markmið þín.

VARPAÐU AF ÞÉR ÁHYGGJUM AF ÞYNGDINNI

Öfugt við það sem vigtin kann að segja þér eru öll kíló

ekki af sama meiði. Þú gætir hafa heyrt að „vöðvar séu

eðlisþyngri en fita“, en þetta er aðeins flóknara en það…

Kíló af fitu vegur það sama og kíló af vöðvum – kíló er nú

einu sinni bara kíló. Hins vegar er mikilvægt að athuga

rúmmálið sem hvort fyrir sig tekur upp í líkamanum. Kíló

af fitu er rúmfrekara í líkamanum en kíló af vöðvum, sem

eru þéttari í sér og taka minna pláss.

Til þess að setja þetta í rétt samhengi þarf að muna að fólk

sem fer að hreyfa sig og huga að mataræðinu byrjar að losna

við fitu og byggja upp vöðva. Þar sem vöðvamassi kemur

í stað sumra af grömmunum af fitu gæti verið að þyngdin

á vigtinni breytist ekki eða hún gæti þvert á móti hækkað.

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir þig? Ef þú stundar

hjólreiðar, jóga og/eða lyftingar með reglulegum hætti skalt

þú ekki missa móðinn út af tölunni á vigtinni! Svo lengi

sem þú borðar vel samsetta og nærandi fæðu og hreyfir

þig eru allar líkur á því að hlutfallið af vöðvum á móti fitu

fari batnandi**. Svo fremi sem þú hugsar um heilsuna og

bætir lífsstílinn ert þú að gera góða hluti og því skalt þú

einblína á líðan þína frekar en á þyngdina.

HVAÐ ÞÝÐIR HUGTAKIÐ

„HEILNÆMUR“ Í ÞÍNUM HUGA?

Þegar fólk leiðir hugann að „kjörþyngd“ sinni og vill komast

að því hvað er „heilnæm“ þyngd fyrir sig er algengt að reiða

sig á þyngdarstuðulinn (Body Mass Index, BMI). Stendur

hann hins vegar undir nafni?

Þyngdarstuðullinn, sem er reiknaður út á grundvelli hæðar

og þyngdar, staðsetur fólk á kvarða sem sker úr um fjóra

flokka: undirþyngd, eðlilega þyngd, yfirþyngd eða offitu.

Þyngdarstuðull á bilinu 18-25 er talinn eðlilegur.

Þótt þyngdarstuðullinn sé gagnlegt fyrsta skref til að meta

fólk tekur hann hins vegar ekki líkamsfitu eða vöðva með

í reikninginn. Að hafa einungis hliðsjón af hæð og þyngd

segir aðeins hálfa söguna og veldur því að niðurstaðan

er einungis getgátur. Þetta þýðir að verið gæti að

þyngdarstuðullinn sé ekki ávallt rétta nálgunin.

Til að fá frekari

upplýsingar um

leiðir til að fylgjast

með framvindunni

og ná markmiðum

þínum varðandi

heilsu og

líkamsrækt skaltu

hafa samband við

meðlim í Herbalife

Nutrition.

Eðlileg fituprósenta

er 14-18% fyrir

karla og 20-25%

fyrir konur. Þarft

þú hjálp varðandi

þína fituprósentu?

Meðlimur í Herbalife

getur mælt líkams­

samsetninguna

hjá þér og unnið

með þér alveg á

leiðarenda.

GERÐU 2019 AÐ ÁRINU SEM ÞÚ KEMST Í MARK OG

VARÐVEITIR SÍÐAN ÁRANGURINN.

L I FÐU

vel

8 TODAY