Previous Page  12 / 32 Next Page
Information
Show Menu
Previous Page 12 / 32 Next Page
Page Background

BORÐAÐU

rétt

M.S., RD, CSSD, CSOWM, FAND.

ALÞJÓÐLEGUR FRÆÐSLUSTJÓRI

Á SVIÐI NÆRINGARMÁLA

HJÁ HERBALIFE NUTRITION.

NAFN

SUSAN BOWERMAN

UPPLÝSINGAR

UM SÉRFRÆÐING

Eitt vandamál við að velja sér prótein til neyslu er að heilmikil fita gæti fylgt með – ef þú gætir ekki að þér. Ef feitir

kjötbitar, pylsur og nautahakk eru aðalpróteinið á þínum diski skalt þú nú leiða hugann að því hvað þú gætir hugsað

þér að borða í staðinn. Auðvelt fyrsta skref er að skipta út nautahakkinu fyrir hakkaðar alifuglabringur – í flestum

uppskriftum er munurinn ekki svo merkjanlegur. Þegar þú verður fús til að bæta fiski í fæðuna, byrjaðu þá á einhverju

sem þú kannast vel við – fyrir þig gæti það kannski verið ýsa, lax, rækjur eða dósatúnfiskur. Skoðaðu þær máltíðir

sem þú borðar venjulega og finndu uppskriftir sem eru hentugar til að skipta út feitu kjöti, t.d. pastasósur, vefjur eða

takó. Dósabaunir eru handhægar, bragðmildar og mjög fitusnauðar – þú getur notað þær í grænmetispottrétti, bætt

þeim út í súpur eða maukað þær í blandara með svolítilli ólífuolíu og hvítlauk til að útbúa heilnæma ídýfu fyrir hrátt

grænmeti. Tófú er einnig valkostur sem vert er að prófa – bragðið er afar milt og passar vel í súpur og pönnusteikta

rétti og svo getur þú jafnframt prófað að ofnsteikja það.

BYRJAÐU ÁRIÐ

MEÐ HEILNÆMU VALI

12 TODAY